Forgangsröðun í samgöngumálum

Þetta er undarleg frétt. Þarna virðist sem sveitarfélagið sé búið að ákveða einhliða að grafa jarðgöng, og ekki bara ein, heldur tvenn. Þetta vekur upp spurningar um hversu mikilvægt er að fá göng á þessum tiltekna stað. Nú er ég ekki vel kunnugur staðháttum, en ég veit þó að þarna er ófært einhverja daga á ári, einkum vegna hálku og sviptivinda. Þarna er kannski ekki svo vitlaust að grafa göng.

En eru ekki aðrir staðir þar sem er meiri þörf á að lagfæra og nútímavæða vegakerfið. Mér dettur helst í hug Hvalnesskriður, Hamarsfjörður, Berufjörður, Skriðdalur. Allt eru þetta kaflar á Þjóðvegi 1 sem eftir á að malbika. Glöggir sjá að þetta eru allt staðir á sunnanverðum Austfjörðum, og ég er viss um að Norðlendingar og Vestfirðingar geta bætt við þennan lista. Jafnvel þó þessi göng væru gagnleg ef til kæmi, þá er klárt mál að fjármununum er betur varið annarsstaðar.


mbl.is Andmæla flutningi þjóðvegar 1 um Mýrdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband