Drengur Ingvarsson

Fyrir þá sem ekki hafa frétt það, þá er kominn drengur í heiminn, 14.5 merkur og 50.5cm. Myndarstrákur, enda góð gen innanborðs. Hann verður skírður þann 20. jan nk.

Það er allt gott að frétta, ég er í námsleyfi sem stendur, og er bara heima í góðum fíling að leika við börnin þessa dagana.

Ég heyrði í útvarpinu um daginn viðtal við samgögnguráðherra. Það er alveg merkilegt hvað við erum sammála í samgöngumálum. Það er líka greinilegt að kauði er með forgangsröðunina á hreinu, og gerir sér grein fyrir hvað þarf að gera til að stórar vegaframkvæmdir komist á koppinn. Einhverjir eru kannski ósammála mér, og þá einkum borgarbúar. Þeir um það. Þeir ættu kannski að líta sér nær og sjá þá að skipulagsyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu eiga frekar rétt á gagnrýni, að Hafnfirðingum undanskildum.

Svo eru komin drög að matsskýrslu fyrir Axarveg inn á vef Vegagerðarinnar sem er ákaflega fróðleg lesning. Mæli eindregið með lestri þeirra fyrir áhugasama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Runólfsdóttir

Innilega til hamingju með þann stutta!

Anna Runólfsdóttir, 22.1.2008 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband