Nýtt og leiðinlegt blogg

Þá er maður kominn á moggabloggið. Það er ekki úr vegi að fara að byrja að blogga aftur eftir nokkurt hlé. Ég er hins vegar að hugsa um að hafa þetta blogg leiðinlegt, hér verða því eingöngu þankar um dægurmál, en engir fyndnir tenglar, né heldur súrrealískar pælingar sem tíðkuðust á eldra bloggi. Athugasemdir eru velkomnar, en ég geri þá kröfu að þær séu annaðhvort málefnalegar eða fyndnar, og áskil mér rétt til að eyða athugasemdum sem uppfylla ekki þessi skilyrði.

Ég er með smá hugleiðingu um samgöngumál í bígerð, og vonandi get ég sett hana inn í kvöld ef vel liggur á mér.

Ég lenti nýverið í smá rökræðu við kauða sem kallar sig Hnoðra, og þeir sem vilja kíkja á þá þanka geta fundið þá á hnodri.blog.is.

Svo er eins víst að ég nenni engan veginn að blogga. Þá verður bara að hafa það.

I.Sk.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband