Hef verið gjörsamlega laus við tíma undanfarið. Þá vill það henda að bloggun situr á hakanum.
Enn og aftur velti ég fyrir mér samgöngumálum á Höfuðborgarsvæðinu. Það er þessi algengi misskilningur að umferðin sé svona í Reykjavík og nágrenni vegna þess að allir peningar til samgöngumála fari í einhver jarðgöng úti á landi. Þetta er, í eitt skipti fyrir öll, rangt. Eins og ég sagði í síðustu færslu fer e.t.v. hlutfallslega meira fjármagn til framkvæmda á landsbyggðinni heldur en í Reykjavík. Það er hinsvegar ekki ástæðan fyrir umferðarteppunni.
Staðreyndin er sú að umferðarteppan klukkan 8 á morgnana er aðeins í aðra áttina, áleiðis til Reykjavíkur. Ef maður er ekki á ferðinni á álagstímum, eða hreinlega að aka í öfuga átt við mestu umferðina, þá er stofnbrautakerfið á höfuðborgarsvæðinu að virka þokkalega eins og það er. Þetta bendir klárlega til þess að vandinn liggi ekki hjá Vegagerðinni, sem sér um stofnbrautirnar, heldur skipulagsyfirvöldum í viðkomandi sveitarfélögum, sem skipuleggja svæðin í kringum og á milli stofnbrautanna. Það sér hver heilvita maður að dreifing atvinnusvæða annars vegar og íbúðarhverfa hinsvegar, er út úr korti. Það eru til dæmis hlutfallslega miklu fleiri störf á hvern íbúa í miðbænum heldur en í Breiðholti, sem þýðir að fleiri þurfa að komast í miðbæinn á morgnana.
meira síðar......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.