Fyrir rúmu ári síðan flutti ég í Hafnarfjörð. Síðan þá hafa staðið yfir framkvæmdir á Reykjanesbrautinni, sem ég hef ósjaldan þurft að aka, enda stysta leiðin í skólann.
Í lítilli umferð tók mig 16-18 mínútur að komast þessa leið á meðan framkvæmdum stóð, nú tekur þetta 14-16 mínútur. Í mikilli umferð var ég ósjaldan 24-27 mínútur þessa sömu leið. Í gær var ég 32 mínútur á leiðinni, og álíka lengi á mánudaginn var. Maður hlýtur því að spyrja sig hvort þessi framkvæmd hafi skilað tilætluðum árangri.
Fór í bíó í gær. Astrópía er bara þrælfyndin, og þar sem var einu sinni nörd eins og Jón Gnarr, þá fattaði ég töluvert af bröndurum sem aðrir í salnum voru ekki að fatta. 3 stjörnur.
Athugasemdir
Heyrðu, þú sagðir að ég væri of gömul til að fatta brandarana í Astrópíu. Fór í gær og skemmti mér vel - sennilega munað aðeins hvernig þið félagarnir voruð á Roleplay-tímabilinu.
mamma (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.