Eins og allir alvöru áhugamenn um samgöngumál þá er ég áskrifandi að Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar. Nýjasta tölublaðið datt inn um lúguna hjá mér í dag, og ég fylltist mikilli gleði þegar ég las forsíðugreinina. Hún fjallar um framkvæmdir í Hvalnes- og Þvottárskriðum, sem eiga að hefjast innan tíðar. Það fór eins og ég vonaði, malbik verður sett á þennan kafla, sem og grjótkassar til varnar grjóthruni. Einnig verða sett þarna langþráð vegrið. Helsti gallinn við þessar framkvæmdir er að þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að Lónsheiðargöng verða sett í salt. En maður fær víst ekki allt sem maður vill.
Nú er bara að láta kné fylgja kviði og smella malbiki á þessa kafla sem eftir eru á Þjóðvegi 1, svo maður komist nú á Hótel mömmu án þess að fá nýrnalos af hristingi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.