Tek þessu með fyrirvara

Það er víst best að tilkynna að ég ætla að fórna mér á altari gjaldeyrisguðanna, og fara til Noregs eftir áramót að vinna.

Af þessum sökum hef ég verið að fylgjast með gengisþróun undanfarið, og það er auðsjáanlegt að þessi hækkun er nær eingöngu á innanlandsmarkaði. Ef miðað er við gengi Norska seðlabankans er hækkunin öllu minni, eða rétt tæp 2%. Einnig er gengi það sem norski seðlabankinn gefur út á krónuna töluvert lægra en hið íslenska, rétt rúmlega 32 ISK/NOK. Þeir bankar í Noregi sem gefa út gengi fyrir ISK eru hins vegar með öllu hærra gengi en seðlabankinn norski, eða um 22 ISK/NOK.

Ég verð að segja að þó þessi hækkun sé jákvæð í sjálfu sér, er ansi hætt við því að hún verði skammvinn. Ég hefði heldur viljað sjá hæga og stöðuga hækkun. Það verður hins vegar forvitnilegt að sjá hvað gerist í þessum málum næsta hálfa mánuðinn eða svo.


mbl.is Krónan styrktist um 8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband